Alþjóðleg samtök ritvera

static1.squarespace-1.png

Nýlega voru stofnuð alþjóðleg samtök ritvera sem starfa í anda 826. Samtökin eru ekki miðstýrð heldur opið net sjálfstæðra ritvera, sem styðja hvert við annað með þekkingu og reynslu. Á síðu samtakanna má finna gagnlegar upplýsingar um að hverju þarf að hafa í huga við stofnun slíks ritvers, yfirlit yfir starfandi ritver um allan heim og dæmi um útgáfuverkefni barna, þar á meðal íslensku bókina Eitthvað illt á leiðinni er sem hlaut tvær tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur. Við samtökin starfar óformlegt ráð rithöfunda og mannréttindafrömuða á borð við Khaled Hosseini, Chimamanda Ngozi Adichie og Dave Eggers en Markús situr þar einnig.

Grimm & Co

Ein af mörgum miðstöðvum, sem eru innblásnar af 826, er Grimm & Co í Rotherham á Englandi. Rotherham er bær sem er líklega fæstum Íslendingum kunnugur þó hann sé á stærð við höfuðborgarsvæðið. Þar til nýlega var bærinn hafði bærinn á sér neikvætt orðspor en árið 2016 ákváðu borgaryfirvöld að leggja allt til svo hægt væri að opna rithöfundamiðstöð í gamalli krá í bænum.

47f5e034811377.58eb881c87d64.jpg

Samfélagið tók allt þátt í að gera staðinn aðlaðandi og spennandi fyrir börn. Þekktir rithöfundar lögðu til söguna á bak við staðinn og arkitektar á svæðinu gáfu vinnu sína. Fyrir vikið varð til ævintýraheimur fyrir börn sem er nú eitt helsta kennileiti og stolt bæjarins.

Fyrir íbúum Rotherham var ekki bara verið að stofna ritsmiðju fyrir börn, það var var verið að gefa bænum nýtt og jákvæðara orðspor og frægð út á við.

Upphafið

“Everybody has to start somewhere. You have your whole future ahead of you. Perfection doesn’t happen right away.”

Haruki Murakami

Það byrjar allt með hugmynd. Þessari síðu er ætlað að kynna fyrir fólki möguleika þess að opna ritver eða barnamenningarhús í Reykjavík, hugmynd sem hefur verið í gerjun í 3 ár og tímabært er að verði að veruleika.