20090630_4601_0 (1)Á vorönn 2019 er starfræktur rithöfundaskóli fyrir börn í Gerðubergi. Skólastjóri og leiðbeinandi er Markús Már Efraím en skólinn er rekinn fyrir höfðinglegan styrk Velferðarsjóðs barna og í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Nemendur skólans, sem er u á aldrinum 7 til 13 ára, skiptast í þrjá hópa sem hittast vikulega, á miðvikudögum kl 15:00-16:30 og á fimmtudögum og föstudögum kl 14:15-15:45.

Í hverri viku er farið í nýtt viðfangsefni tengt ritlist og það atriði þjálfað með lestri, ritunaræfingum, leikjum og umræðum. Þar að auki vinna nemendurnir í sínum eigin sögum, undir handeiðslu leiðbeinanda, sem stefnt er að að gefa út á bók.

Einnig taka nemendur rithöfundaskólans virkan þátt í Barnamenningarhátíð, fá gestakennara í myndskreytingum og fara í vettfangsferð í bókaforlag.

Það er einlæg von okkar að rithöfundaskólinn fái svo varanlegt heimili næsta vetur.