Fyrir 16 árum opnuðu rithöfundurinn Dave Eggers og kennarinn Nínive Calegari ritverið 826 Valencia í San Francisco. Hugmyndin var að bjóða börnum í nágrenninu upp á öruggan og skapandi stað þar sem þau gætu sótt ókeypis heimanámsaðstoð og ritsmiðjur. Aðalskipulag svæðisins setti skilyrði um að á staðnum væri verslun og það var leyst með því að opna búð fyrir sjóræningja sem er bæði spennandi staður fyrir krakka og aðdráttarafl fyrir utanaðkomandi gesti.

Dave Eggert segir frá upphafi verkefnisins

Þetta eina ritver í San Francisco óx og smitaði út frá sér svo nú eru tugir systursamtaka starfandi vítt og breitt um Bandaríkin og fjöldinn allur af ritverum, innblásnum af 826, starfandi víða um heim.

826-Valencia-Storefront-530x306

826 miðstöðvarnar í Bandaríkjunum hafa þegar sannað gildi sitt. Þær hafa þjónað nærri 39 þúsund nemendum, gefið út 993 rit eftir nemendur og haldið nærri 400 sjálfstæðar ritsmiðjur.

tenderloin-center

Starfsemi miðstöðvanna hefur einnig víkkað mikið. Auk þess að vera staður sem börn geta sótt sjálf eftir skóla, koma skólahópar í heimsóknir með kennurum sínum á skólatíma og vinna saman bók, starfsfólk og sjálfboðaliðar miðstöðvanna aðstoða kennara í skólum við að koma á fót skapandi verkefnum og nú nýlega var farið að bjóða upp á skapandi sumarbúðir fyrir krakka.

Eitt af höfuðatriðum miðstöðvanna er að gefa börnum rödd og sýna þeim virðingu og þess vegna enda öll verkefni með lokaafurð, hvort sem það er bók, tímarit, hlaðvarp eða annað.

publications-hero.png

Verslunin, sem upphaflega varð til af illri nauðsyn, er nú orðin hluti af módeli miðstöðvanna og hefur hver miðstöð sína eigin sérkennilegu verslun, t.d. ofurhetjuverslun, verslun fyrir tímaferðalangaStórfótar rannsóknarmiðstöð og verslun sem þjónustar drauga.

Joel-Arquillos-Use-All-Five-Interview-4-1024x856