Það hefur alltaf verið ein af höfuðreglum rithöfundaskólans að námskeiðin séu þátttakendum að kostnaðarlausu. Fyrir vikið treystir skólinn á styrki frá opinberum og einkaaðilum. Skólinn hefur verið í smá hléi í haust á meðan verið er að tryggja fjármagn fyrir áframhaldandi starfsemi. Skólinn hefur nýverið hlotið styrki frá Borgarráði og Mennta- og menningarmálaráðherra, sem gerir okkur kleift að halda einhver námskeið fyrir áramót, vonandi í vetrarfríinu. 6A05542B-7B1C-4A17-8161-5A697985E2BA

Það er samt vert að geta stærsta bakhjarls rithöfundaskólans hingað til, sem er Velferðarsjóður barna. Án rausnarlegs stuðnings sjóðsins hefði ekki verið hægt að koma starfsemi skólans af stað. Velferðarsjóðurinn hefur stutt fjölda góðra verkefna undanfarin ár og á hverju ári veitir sjóðurinn einu verkefni sérstök barnamenningarverðlaun. Með gleði í hjarta tókum við við Barnamenningarverðlaunum Velferðarsjóðs barna fyrir árið 2018. Verðlaunin og styrkurinn eru hvatning til þess að halda okkar góða starfi áfram og vonandi verður það öflugra með hverju árinu. Það er ekki spurning að börn eiga þessa starfsemi skilið.

Nú hefur skólinn tekið á loft og það er vonandi að ríki og borg hjálpi til við að halda verkefninu á flugi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s